Lífið

Kiefer Sutherland snýr aftur í 24 á Stöð 2.

Það ríkir mikil eftirvænting í sjónvarpsbransanum þessa dagana því í þessari viku tilkynna bandarísku sjónvarpsstöðvarnar hvaða þættir verða á dagskrá næsta vetur.

Stærsta fréttin fyrir íslenska sjónvarpsáhorfendur er að bandaríska spennuþáttaröðin 24 með Kiefer Sutherland í aðalhlutverki snýr aftur á Fox-sjónvarpsstöðinni í vetur.

Það verða fjölmargir nýir þættir sem líta dagsins ljós. Meðal þeirra má nefna nútímaútfærslu af klassískri sögu í þáttaröðinni Sleepy Hollow sem sýnd verður á Fox og spennuþáttaröðina Gang Related sem kemur frá framleiðendum 24 og handritshöfundum Fast and the Furious-myndanna.

Á meðal þeirra þáttaraða sem snúa aftur eru fjölmargar sem áhorfendur Stöðvar 2 kannast vel við og má þar nefna Grey‘s Anatomy, The Following, The Mentalist, Person of Interest, Glee, Revolution, Grimm, Arrow, The Carrie Diaries, Modern Family, The Middle, 2 Broke Girls, New Girl, The Big Bang Theory, Mike & Molly, NCIS, NCIS: Los Angeles, Two and a Half Men, Bones og The Simpsons.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.