Lífið

Þeim leiðist ekki í Malmö - sjáðu myndirnar

Ellý Ármanns skrifar

Við höfðum samband við Pétur Örn Guðmundsson annan höfund lagsins Ég á líf sem komst áfram upp úr undanúrslitunum í gærkvöldi og fengum leyfi til að birta nokkrar af instagram myndunum hans. Þær sýna svo greinilega að andrúmsloftið í hópnum er frábært. Ef vel er skoðað má sjá að Pétur myndaði enga aðra en söngkonuna Bonnie Tyler.

Pétur tekur hérna mynd af sér og hópnum á fjölmiðlafundi.
Hérna er stemmarinn í hámarki. Pétur myndar sig og Eyþór Inga eftir úrslitin í gær. Kódakmóment upp á tíu!

„Með Eyþóri á gleðistundu. Komnir áfram í úrslitin. Fyrir mér er samt það að komast upp úr undanúrslitum mesti sigurinn. Partý á laugardaginn everybody ! ! !," skrifaði Pétur við þessa mynd.

Hannes bakraddarsöngvari á sín móment eins og hér.
Félagarnir Pétur og Hannes búnir að gúffa í sig hamborgara í Malmö.
Þessi mynd er snilld. Pétur skrifar orðrétt við hana: „Bonnie Tyler er alltaf hress. — á/í Malmö Opera." Þetta heitir á íslensku að paparassa Bonnie Tyler!
Íslenski hópurinn á æfingu. Lítur út fyrir að vera búningsherbergi.
Þessi mynd segir allt um móralinn í hópnum. Þarna eru Öggi og Hannes að sprella á rauða dreglinum.
Félagarnir Pétur og Einar Þór fengu sér húðflúr. Sýnist Pétur hafa fengið sér geimfar á hægri handlegginn.

Eyþór Ingi hugsaði um dætur sínar þegar hann kom okkur upp úr undanúrslitunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.