Lífið

Hugsaði um dæturnar á sviðinu í gær

Ellý Ármanns skrifar

Eyþór Ingi Gunnlaugsson hugsaði til dætranna og fjölskyldunnar þegar söng lagið Ég á líf og kom Íslandi upp úr undanriðlinum í gærkvöldi sælla minninga.

„Maður hugsaði um fólkið sitt heima og fjölskylduna. Það gerði mig hálfmeyran að hugsa um dæturnar heima og Soffíu og mömmu og pabba út í sal," segir Eyþór meðal annars í viðtali við okkar mann í Malmö, Davíð Lúther Sigurðarson. Þá er einnig rætt við unnustu Eyþórs, Soffíu Ósk Guðmundsdóttur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.