Móðir elti barnsræningja og klessukeyrði bíl hans Finnur Thorlacius skrifar 20. maí 2013 09:15 Móðir fjögurra ára stúlku í New Mexico fylki í Bandaríkjunum dó ekki ráðalaus þegar dóttir hennar var numin burt af karlmanni fyrir utan hús hennar. Hópur unglinga var vitni að því er barnsræninginn tók stúlkuna upp í bíl og kallaði strax á móðurina. Hún beið ekki boðanna og elti hann, en hún hlýtur að hafa fengi lýsingu á bíl hans frá unglingunum. Henni tókst eftir 11 kílómetra eltingaleik að aka á bíl ræningjans og stöðva hann. Ræninginn stökk þá úr bíl sínum og náði að komast undan. Þegar móðirin opnaði bíl hans kom í ljós að þar var stúlkan ekki. Ræninginn hafði ýtt stúlkunni út úr bílnum mjög fljótlega eftir að hann lagði af stað og fannst hún á ráfi ekki langt frá heimili sínu. Lögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um barnsránið, en að sjálfsögðu neitar hann sök. Vart þarf þó að efast um að viðbrögð móðurinnar var stúlkunni til bjargar. Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent
Móðir fjögurra ára stúlku í New Mexico fylki í Bandaríkjunum dó ekki ráðalaus þegar dóttir hennar var numin burt af karlmanni fyrir utan hús hennar. Hópur unglinga var vitni að því er barnsræninginn tók stúlkuna upp í bíl og kallaði strax á móðurina. Hún beið ekki boðanna og elti hann, en hún hlýtur að hafa fengi lýsingu á bíl hans frá unglingunum. Henni tókst eftir 11 kílómetra eltingaleik að aka á bíl ræningjans og stöðva hann. Ræninginn stökk þá úr bíl sínum og náði að komast undan. Þegar móðirin opnaði bíl hans kom í ljós að þar var stúlkan ekki. Ræninginn hafði ýtt stúlkunni út úr bílnum mjög fljótlega eftir að hann lagði af stað og fannst hún á ráfi ekki langt frá heimili sínu. Lögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um barnsránið, en að sjálfsögðu neitar hann sök. Vart þarf þó að efast um að viðbrögð móðurinnar var stúlkunni til bjargar.
Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent