Lífið

Segir nei við lýtaaðgerðum

Christy Turlington er af mörgum talin hin eina, sanna ofurfyrirsæta. Hún hefur átt góðu gengi að fagna síðan hún byrjaði kornung í bransanum en í dag er hún 44ra ára.

Hún segist hlakka til að verða fimmtug í viðtali við tímaritið Harper’s Bazaar. Christy stundar jóga af kappi og segist ekki vilja fara í neinar lýtaaðgerðir til að lappa upp á sig.

Ótrúlega fögur.

“Kannski kemur að því að ég verð skrýtin því ég verð sú eina sem er ekki búin að fara í aðgerð. Ég vil það frekar. Og ef það gerist klæðist ég rúllukragabolum allt árið um kring,” segir Christy sem á tvö börn með eiginmanni sínum, leikaranum Edward Burns.

Ómótstæðilegt bros.
Christy og Edward eiga tvö börn saman - dótturina Grace og soninn Finn.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.