Innlent

Steinunn fiskaði vel

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það hefur veiðst vel af steinbit.
Það hefur veiðst vel af steinbit.
Smábáturinn Steinunn HF, sem er gerður út frá Flateyri, hefur veitt gríðarlegt magn af steinbít núna í apríl.  Mokið hjá þeim byrjaði um miðjan apríl þegar að þeir náði að komast yfir 10 tonn í einum róðri, að því er fram kemur á vefnum Aflafréttir. Veislan hélt áfram og í næstu róðrum á eftir kom báturinn með yfir 10 tonn,  og samtals landaði báturinn 177 tonnum í 14 róðrum sem gerir 12,6 tonn í róðri.

Þegar upp var staðið þá landaði Steinunn HF samtals 229,8 tonnum sem er næst mesti afli sem smábátur á íslandi hefur landað.  Steinunn HF var ekki langt frá Íslandsmetinu sem Tryggvi Eðvarðs SH setti í Janúar árið 2010 enn það var 231,7 tonn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×