Innlent

Réðst á tvo lögreglumenn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn var á leið í fangaklefa þegar hann réðst á mennina.
Maðurinn var á leið í fangaklefa þegar hann réðst á mennina. Mynd/ Vilhelm.
Karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á tvo lögreglumenn í fangaklefa á lögreglustöð eftir að hann var handtekinn, þann annan júlí í hitteðfyrra. Hann réðst með fólskulegum hætti á annan lögreglumanninn, kýldi hann ítrekað í höfuð og andlit. Maðurinn nefbraut lögregluþjóninn og veitti honum aðra áverka.

Þá var maðurinn einnig sakfelldur fyrir að hafa ráðist með ofbeldi á annan lögreglumann, sem þar var að gegna skyldustörfum, með því að þrífa í hálsmál hans, þrengja að hálsinum og slá hann hnefahöggi í andlit með þeim afleiðingum að nefið bólgnaði.

Daginn áður en maðurinn var handtekinn hafði hann ráðist á karlmann á veitingasal þannig að hann féll og sparkað í kvið hans þar sem hann lá í gólfinu.

Í dómi Hæstaréttar kom fram að árás á annan lögreglumanninn hafi verið afar fólskuleg og hættuleg. Þá hafi árás hans á hinn lögreglumanninn verið gróf og árásin á þriðja manninn algerlega tilefnislaus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×