Innlent

Glerá blóðrauð - lögreglan rannsakar málið

Eins og sjá má á myndinni var áin blóðrauð.
Eins og sjá má á myndinni var áin blóðrauð. Mynd / Baldvin Sigurðsson
Akureyringum brá heldur betur í brún í dag þegar þeir sáu Glerá en hún reyndist blóðrauð eins og meðfylgjandi mynd sýnir glögglega.

Þegar haft var samband við lögregluna á Akureyri fengust þau svör að talið væri að steypulitarefni úr verksmiðjunni Möl og sandur hefði lekið ofan í ána í dag með þessum afleiðingum.

Lögreglan telur efnið ekki mengandi en sýni voru tekin. Þá er enn til rannsóknar hvernig efnið lak úr verksmiðjunni niður í ána.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×