Lífið

Sölvi í ættleiðingarhugleiðingum

Ellý Ármanns skrifar
Við höfðum samband við Sölva Tryggvason fjölmiðlamann sem staddur er í Indónesíu eftir að við rákumst á þetta myndband af honum og krúttlegum apa sem hann birti á Facebooksíðunni sinni. Þar skrifar Sölvi:  „Aldrei hefur mig langað meira að ættleiða dýr en í gær!".



Hitti þrælskemmtilegan apa

Hvar ertu staddur og hvaða api er þetta á öxlinni á þér?  
„Ég er í Ubud í miðhluta Bali þar sem við hittum þessa líka þrælskemmtilegu Órangúta sem brugðu á leik með okkur," svarar Sölvi en það var Kristinn Jón Ólafsson vinur hans sem tók þetta skemmtilega myndskeið.

Ættleiðing framundan?

Af hverju langar þig að ættleiða þennan apa?  „Mig langaði að ættleiða hann af því að þetta eru svo fáránlega skemmtileg dýr. Ekkert nema leikgleði og fíflagangur. Minna mann á hvernig mannskepnan væri ef engin væri streitan og hugarangrið," segir Sölvi.

„Kiddi vinur minn er núna með mér og verður restina af ferðinni. Við förum til Malasíu eftir viku," svarar hann spurður hvað er framundan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.