Lífið

Vinkonur með fatamarkað á Austur

Ellý Ármanns skrifar
Marín Manda Magnúsdóttir nemi í fjölmiðlafræði og vinkonur hennar ætla að halda fatamarkað á Austur á laugardaginn frá klukkan 12 - 16.

„Þa
ð voru svo margar konur sem spurðu mig hvort það yrði ekki aftur svona markaður því stemmningin var svo góð síðast. Þannig að ég ákvað að slá til núna þegar einmitt það er farið að vora og fólk er meira að dóla sér í bænum. Þá getur það kíkt við og fengið sér kaffi og beyglu og skoðað föt hjá hressum konum," segir Marín Manda.







Hvað ætlið þið að selja? „Fullt af allskonar gersemum. Föt frá Malene Birger, Fendi, íslenska hönnun, vintage fatnað, ýmislegt frá Zöru. Þetta verður góð blanda af hinu og þessu. Þekkt merki en einnig bara hlutir sem að gleðja augað," segir hún.

Stelpurnar hafa hreinsað úr fataskápunum sínum.
Marín Manda lengst til hægri verður með fatamarkað á Austur á laugardag.
Hér má nálgast upplýsingar um fatamarkaðinn (viðburður á Facebook).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.