26,5 kg léttari Ellý Ármanns skrifar 30. apríl 2013 17:15 Það hefur gengið á ýmsu í lílfi Rögnu Erlendsdóttur, móður Ellu Dísar. Ragna hefur nú tekið sjálfa sig á gegn á líkama og sál en við byrjuðum á að spyrja hana hvernig dóttir hennar, Ella Dís, hefur það? „Mjög gott. Það hafa verið miklar framfarir og hún er að byrja í skóla," segir Ragna en hún hefur gjörbreyst í útliti eftir að hún léttist um tæp 27 kíló.Tók ákvörðun um að rækta sjálfa sig „Ég tók ákvörðun og breytti lífsstílnum mínum. Ég byrjaði á þessum breytingum í enda febrúar - byrjun mars og ég var reyndar búin að léttast pínulítið áður af því ég gat ekki borðað og svona en það var ekki að hjálpa mér," segir Ragna.Hætti á kvíðalyfjunum- var komin á grafarbakkann „Ég hætti á kvíðalyfjunum mínum og byrjaði á Herbalife eftir að ég hitti yndislega konu sem hjálpaði mér mér að takast á við mína andlegu líðan. Hún kenndi mér að ná betra jafnvægi og ná betri stjórn á lífi mínu. Þvílíkt „lifesaving" sem þetta var því ég var alveg að gefast upp. Ég var komin á grafarbakkann. Ég gat ekki borðað og ekki sofið. Fannst allt vera búið. Ég var búin að missa börnin mín, heimili mitt, bílinn minn og allt. Þetta var mjög erfitt en ég byrjaði að næra mig betur og taka hlutunum betur og núna gengur allt miklu betur með jákvæðu hugarfari. Það er málið - ég er ekki enn komin með heimili ennþá en er að vinna í því. Um leið og ég er komin með heimili koma stelpurnar heim."Þessi mynd var tekin af Rögnu í október árið 2011.Tók út gos og snakk„Ég missti 10 kíló á þessum tveimur mánuðum. Ég tók gos og snakk út og lifði mjög óheilbrigðum lífsstíl. Ég neitaði mer um að verða besta útgáfan af sjálfri mér en ég hætti þessari sjálfseyðingarhvöt og þjáningu og er að breyta henni í jákvæða reynslu en ég lít á hlutina í öðru ljósi."Ragna 26,5 kílóum léttari.26,5 kg farin á sjö mánuðum „Þetta eru búnir að vera lærdómsríkir mánuðir. Ellu Dís líður vel og komin með greiningu. Allt erfiðið er búið að skilað árangri og ég er sátt - mjög sátt. Ég fékk sjokk að skoða af mér gamlar myndir þar sem ég var svo reið og sár og gleymdi að einblína á allt það jákvæða í lífi mínu en sem betur fer náði ég mér úr þessu hugarfari sem er mikið frelsi og hamingja. Ég er búin að finna sjálfa mig aftur. Fyrir mig og börnin mín. 26,5 kíló eru farin síðan í október í fyrra. Þetta er magnað, á sjö mánuðum. Já þetta er hægt. Ég næri mig mjög vel og er byrjuð í líkamsrækt. Ég lifi heilbrigðu lífi," segir Ragna að lokum. Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu í lílfi Rögnu Erlendsdóttur, móður Ellu Dísar. Ragna hefur nú tekið sjálfa sig á gegn á líkama og sál en við byrjuðum á að spyrja hana hvernig dóttir hennar, Ella Dís, hefur það? „Mjög gott. Það hafa verið miklar framfarir og hún er að byrja í skóla," segir Ragna en hún hefur gjörbreyst í útliti eftir að hún léttist um tæp 27 kíló.Tók ákvörðun um að rækta sjálfa sig „Ég tók ákvörðun og breytti lífsstílnum mínum. Ég byrjaði á þessum breytingum í enda febrúar - byrjun mars og ég var reyndar búin að léttast pínulítið áður af því ég gat ekki borðað og svona en það var ekki að hjálpa mér," segir Ragna.Hætti á kvíðalyfjunum- var komin á grafarbakkann „Ég hætti á kvíðalyfjunum mínum og byrjaði á Herbalife eftir að ég hitti yndislega konu sem hjálpaði mér mér að takast á við mína andlegu líðan. Hún kenndi mér að ná betra jafnvægi og ná betri stjórn á lífi mínu. Þvílíkt „lifesaving" sem þetta var því ég var alveg að gefast upp. Ég var komin á grafarbakkann. Ég gat ekki borðað og ekki sofið. Fannst allt vera búið. Ég var búin að missa börnin mín, heimili mitt, bílinn minn og allt. Þetta var mjög erfitt en ég byrjaði að næra mig betur og taka hlutunum betur og núna gengur allt miklu betur með jákvæðu hugarfari. Það er málið - ég er ekki enn komin með heimili ennþá en er að vinna í því. Um leið og ég er komin með heimili koma stelpurnar heim."Þessi mynd var tekin af Rögnu í október árið 2011.Tók út gos og snakk„Ég missti 10 kíló á þessum tveimur mánuðum. Ég tók gos og snakk út og lifði mjög óheilbrigðum lífsstíl. Ég neitaði mer um að verða besta útgáfan af sjálfri mér en ég hætti þessari sjálfseyðingarhvöt og þjáningu og er að breyta henni í jákvæða reynslu en ég lít á hlutina í öðru ljósi."Ragna 26,5 kílóum léttari.26,5 kg farin á sjö mánuðum „Þetta eru búnir að vera lærdómsríkir mánuðir. Ellu Dís líður vel og komin með greiningu. Allt erfiðið er búið að skilað árangri og ég er sátt - mjög sátt. Ég fékk sjokk að skoða af mér gamlar myndir þar sem ég var svo reið og sár og gleymdi að einblína á allt það jákvæða í lífi mínu en sem betur fer náði ég mér úr þessu hugarfari sem er mikið frelsi og hamingja. Ég er búin að finna sjálfa mig aftur. Fyrir mig og börnin mín. 26,5 kíló eru farin síðan í október í fyrra. Þetta er magnað, á sjö mánuðum. Já þetta er hægt. Ég næri mig mjög vel og er byrjuð í líkamsrækt. Ég lifi heilbrigðu lífi," segir Ragna að lokum.
Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira