Lífið

Tólf ára með flippaða hárgreiðslu

Stjörnubarnið Willow Smith, dóttir leikarahjónanna Will Smith og Jödu Pinkett-Smith, frumsýndi nýja greiðslu á Twitter í vikunni.

Þessi tólf ára hnáta setti nokkrar myndir af sér inn á síðuna með fjólublátt hár sem fer henni ótrúlega vel. Svo virðist sem hún hafi breytt hárinu á sér á þennan róttæka hátt fyrir nýtt tónlistarmyndband.

Flipphaus.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Willow flippar með hárið á sér því hún rakaði það til dæmis allt af í fyrra.

Smart krakki.
Smith-fjölskyldan.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.