Lífið

Reese Witherspoon handtekin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Reese Witherspoon og James Toth eiginmaður hennar á góðri stundu.
Reese Witherspoon og James Toth eiginmaður hennar á góðri stundu. Mynd/ Getty.
Reese Witherspoon og eiginmaður hennar, James Toth, voru handtekin og fangelsuð í stutta stund á föstudaginn í Atlanta í Bandaríkjunum. Toth ók undir áhrifum áfengis og var stöðvaður af lögreglunni.

Witherspoon var handtekin fyrir að trufla framgang réttvísinnar þegar lögreglumenn höfðu afskipti af eiginmanni hennar fyrir umferðarlagabrot, eftir því sem fréttavefur tímaritsins Variety greinir frá. Hún var handjárnuð eftir að hún óhlýðnaðist fyrirmælum lögreglumanna um að hún ætti að halda sig inni í bíl á meðan verið var að handtaka eiginmanninn.

Witherspoon mun hafa dregið í efa að maðurinn sem var að handtaka eiginmann hennar væri raunverulegur lögreglumaður „Veistu hver ég er,“ mun hún síðan hafa sagt. Hjónin voru látin laus gegn tryggingu eftir nokkurn tíma í fangelsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.