Segir Andra Snæ fara í manninn en ekki málefnið Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. apríl 2013 13:28 Mynd úr safni. „Ég var nú svolítið hissa á honum að persónugera þetta svona,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ um opið bréf rithöfundarins Andra Snæs Magnasonar til bæjarstjórans vegna fyrirhugaðra vegaframkvæmda við Gálgahraun. Andri Snær gagnrýnir framkvæmdirnar og bendir á að Álftanesvegur sé hannaður fyrir 20 þúsund bíla á sólarhring, byggð í Garðaholti verði ekki í bráð og Álftanes muni ekki vaxa á þeim hraða sem talið var. Hann segir hraunið sjaldgæft náttúrufyrirbæri sem sé verndað samkvæmt lögum. „Við höfum ekki slegið af neina byggð í Garðaholti eða á Álftanesi,“ segir Gunnar, og segir alls konar misskilning hafa komið upp í tengslum við framkvæmdirnar. „Nú eru um fimm þúsund bílar sem fara gamla veginn á sólarhring,“ segir Gunnar, og telur að með uppbyggingu í Garðaholti og á Álftanesi muni sú tala muni hækka upp í um það bil 12 þúsund bíla á næstu tuttugu árum. „Við erum að fara í aðalskipulagsvinnu núna og þá sjáum við betur hvernig byggðin kemur til með að þróast, í hvaða forgangsröðun við setjum byggðina, en þetta er eitt besta byggingarlandsvæði á höfuðborgarsvæðinu, Garðaholtið, og auðvitað þarf að koma vegur frá því svæði.“Öldruð móðir hafði áhyggjur Gunnar segir fyrirhugaðar framkvæmdir hafa staðist umhverfismat og nýi vegurinn muni liggja í jaðri Gálgahraunsins. „Það er oft látið eins og þetta sé að fara yfir mitt hraunið. Veglínan mun liggja í jaðri Gálgahrauns og þess sem kallað er Garðahraun. Við erum búin að friðlýsa mestum parti Gálgahraunsins og erum með í farvatninu að vernda meira af hrauninu, Búrfellið, Búrfellsgjána og hraunið alveg niður að Gálgahrauni.“ Andri Snær endar pistil sinn á að benda á að eftir hundrað ár verði þeir Gunnar jafn dauðir. „Ég held samt að barnabörn okkar gætu orðið ástfangin og langað til að ganga um hraunið sér til heilsubótar. Þangað til þá vona ég að huldubílar og hraunvættir haldi ekki fyrir þér vöku.“ „Mér fannst hann fara að hluta til í manninn en ekki málefnið, en ég er pollrólegur yfir þessu. Það var aðallega öldruð móðir mín sem hafði áhyggjur af því að það væri verið að ráðast á soninn,“ segir Gunnar og hlær. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
„Ég var nú svolítið hissa á honum að persónugera þetta svona,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ um opið bréf rithöfundarins Andra Snæs Magnasonar til bæjarstjórans vegna fyrirhugaðra vegaframkvæmda við Gálgahraun. Andri Snær gagnrýnir framkvæmdirnar og bendir á að Álftanesvegur sé hannaður fyrir 20 þúsund bíla á sólarhring, byggð í Garðaholti verði ekki í bráð og Álftanes muni ekki vaxa á þeim hraða sem talið var. Hann segir hraunið sjaldgæft náttúrufyrirbæri sem sé verndað samkvæmt lögum. „Við höfum ekki slegið af neina byggð í Garðaholti eða á Álftanesi,“ segir Gunnar, og segir alls konar misskilning hafa komið upp í tengslum við framkvæmdirnar. „Nú eru um fimm þúsund bílar sem fara gamla veginn á sólarhring,“ segir Gunnar, og telur að með uppbyggingu í Garðaholti og á Álftanesi muni sú tala muni hækka upp í um það bil 12 þúsund bíla á næstu tuttugu árum. „Við erum að fara í aðalskipulagsvinnu núna og þá sjáum við betur hvernig byggðin kemur til með að þróast, í hvaða forgangsröðun við setjum byggðina, en þetta er eitt besta byggingarlandsvæði á höfuðborgarsvæðinu, Garðaholtið, og auðvitað þarf að koma vegur frá því svæði.“Öldruð móðir hafði áhyggjur Gunnar segir fyrirhugaðar framkvæmdir hafa staðist umhverfismat og nýi vegurinn muni liggja í jaðri Gálgahraunsins. „Það er oft látið eins og þetta sé að fara yfir mitt hraunið. Veglínan mun liggja í jaðri Gálgahrauns og þess sem kallað er Garðahraun. Við erum búin að friðlýsa mestum parti Gálgahraunsins og erum með í farvatninu að vernda meira af hrauninu, Búrfellið, Búrfellsgjána og hraunið alveg niður að Gálgahrauni.“ Andri Snær endar pistil sinn á að benda á að eftir hundrað ár verði þeir Gunnar jafn dauðir. „Ég held samt að barnabörn okkar gætu orðið ástfangin og langað til að ganga um hraunið sér til heilsubótar. Þangað til þá vona ég að huldubílar og hraunvættir haldi ekki fyrir þér vöku.“ „Mér fannst hann fara að hluta til í manninn en ekki málefnið, en ég er pollrólegur yfir þessu. Það var aðallega öldruð móðir mín sem hafði áhyggjur af því að það væri verið að ráðast á soninn,“ segir Gunnar og hlær.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira