Ég vildi bara óska að ég hefði vaknað og séð þessa aumingja Ellý Ármanns skrifar 22. apríl 2013 20:15 Aníta Inga þakti bílinn að innan með handklæðum svo hún gæti keyrt dóttur sína í skólann í morgun. Aníta Inga Arnarsdóttir hársnyrtir í Keflavík var heldur betur hissa í morgun þegar hún gekk eins og alla aðra morgna í bílinn sinn af gerðinni Toyota Yaris árgerð 2006 þegar hún sá að brotist hafði verið inn í bílinn hennar. Ekki nóg með það, heldur var búið að hella hóstasafti yfir öll sætin í bílnum. Þessa sömu nótt var brotist inn í fjóra aðra bíla í Heiðarhverfinum og á Völlunum.Við höfðum samband við Anítu og spurðum hana um innbrotið eftir að við lásum þessi skilaboð sem hún setti á Facebook síðuna sína í dag: „Mikið hrikalega er það pirrandi og ömurlegt þegar það er brotist inní bílinn hjá manni og ekki nóg að þeir stela öllu steini léttara inní honum heldur var ég með hóstasaft í bílnum og þessir vitleysingar dunduðu sér við það að hella því yfir öll bílsætin ;(..... vildi óska að þessir andskotar mundu finnast, ef einhver hefur orðið vitni á mannaferðum nálægt húsinu mínu í nótt þá endilega látið mig vita ;)“Gegnumsósa af hóstasaftiHvernig var ástandið á bílnum þínum í morgun? „Þeir eða þau voru búin að taka allt upp úr hanskahólfinu og taka alla smápeninga sem voru í bílnum. Allir pappírar sem ég var að halda upp á út af ýmsum ástæðum voru allir gegnumsósa af hóstasafti. Ég held að þeir hafi nú orðið fúlir yfir að það voru ekki miklir peningar eða tölva í bílnum svo þeir hafa hellt þessu hóstasafti yfir öll sætin en þeir fundu það í hanskahólfinu hjá mér."Vildi óska að hún hefði vaknað „Það sem mér finnst rosalega furðulegt er hversu frakkir þeir voru því bíllinn stóð innst inn í innkeyrslu hjá mér og innkeyrslan er mjög löng og hún rúmar alveg 10 bíla og ef ég horfi út um gluggann minn sé ég allan bílinn. Ég vildi bara óska að ég hefði vaknað og séð þessa aumingja."Keyrði dóttur sína fyrst í skólann „Ég fékk svo mikið sjokk í morgun að ég fór strax að reyna að þrífa bílinn eins mikið og ég gat. Ég byrjaði að þrífa bílinn því það fyrsta sem ég hugsaði var að dóttir mín gæti ekki komið of seint í skólann út af þessum vitleysingum. Ég hringdi í lögguna og tilkynnti þetta um leið og ég var komin í vinnu og bíllinn minn þakinn handklæðum svo hægt væri að setjast inn í hann," útskýrir Aníta ósátt. „Það er bara hrikalegt að hugsa til þess að þessir vitleysingar voru bara nokkrum skrefum frá mér og dóttur minni og mjög súrt að hafa ekki vaknað." „Þetta er náttúrulega hryllilegur ruddaraskapur að ryðjast inn í einkalíf manns og bara að vita af því að einhverjir ókunnugir eru búnir að skoða og leita í öllu mínu..." segir Aníta. Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Fleiri fréttir Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Sjá meira
Aníta Inga Arnarsdóttir hársnyrtir í Keflavík var heldur betur hissa í morgun þegar hún gekk eins og alla aðra morgna í bílinn sinn af gerðinni Toyota Yaris árgerð 2006 þegar hún sá að brotist hafði verið inn í bílinn hennar. Ekki nóg með það, heldur var búið að hella hóstasafti yfir öll sætin í bílnum. Þessa sömu nótt var brotist inn í fjóra aðra bíla í Heiðarhverfinum og á Völlunum.Við höfðum samband við Anítu og spurðum hana um innbrotið eftir að við lásum þessi skilaboð sem hún setti á Facebook síðuna sína í dag: „Mikið hrikalega er það pirrandi og ömurlegt þegar það er brotist inní bílinn hjá manni og ekki nóg að þeir stela öllu steini léttara inní honum heldur var ég með hóstasaft í bílnum og þessir vitleysingar dunduðu sér við það að hella því yfir öll bílsætin ;(..... vildi óska að þessir andskotar mundu finnast, ef einhver hefur orðið vitni á mannaferðum nálægt húsinu mínu í nótt þá endilega látið mig vita ;)“Gegnumsósa af hóstasaftiHvernig var ástandið á bílnum þínum í morgun? „Þeir eða þau voru búin að taka allt upp úr hanskahólfinu og taka alla smápeninga sem voru í bílnum. Allir pappírar sem ég var að halda upp á út af ýmsum ástæðum voru allir gegnumsósa af hóstasafti. Ég held að þeir hafi nú orðið fúlir yfir að það voru ekki miklir peningar eða tölva í bílnum svo þeir hafa hellt þessu hóstasafti yfir öll sætin en þeir fundu það í hanskahólfinu hjá mér."Vildi óska að hún hefði vaknað „Það sem mér finnst rosalega furðulegt er hversu frakkir þeir voru því bíllinn stóð innst inn í innkeyrslu hjá mér og innkeyrslan er mjög löng og hún rúmar alveg 10 bíla og ef ég horfi út um gluggann minn sé ég allan bílinn. Ég vildi bara óska að ég hefði vaknað og séð þessa aumingja."Keyrði dóttur sína fyrst í skólann „Ég fékk svo mikið sjokk í morgun að ég fór strax að reyna að þrífa bílinn eins mikið og ég gat. Ég byrjaði að þrífa bílinn því það fyrsta sem ég hugsaði var að dóttir mín gæti ekki komið of seint í skólann út af þessum vitleysingum. Ég hringdi í lögguna og tilkynnti þetta um leið og ég var komin í vinnu og bíllinn minn þakinn handklæðum svo hægt væri að setjast inn í hann," útskýrir Aníta ósátt. „Það er bara hrikalegt að hugsa til þess að þessir vitleysingar voru bara nokkrum skrefum frá mér og dóttur minni og mjög súrt að hafa ekki vaknað." „Þetta er náttúrulega hryllilegur ruddaraskapur að ryðjast inn í einkalíf manns og bara að vita af því að einhverjir ókunnugir eru búnir að skoða og leita í öllu mínu..." segir Aníta.
Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Fleiri fréttir Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Sjá meira