Lífið

Fékk æðiskast í tískuverslun

Leikkonunni Töru Reid var hent út úr versluninni All Saints í Los Angeles á dögunum eftir að hún byrjaði að hnakkrífast við starfsmennina.

Að sögn sjónarvotta varð Tara afar reið þegar henni var neitað um afslátt.

Vingjarnleg en skapstór.
“Hún öskraði. Öryggisverðir þurftu að fylgja henni út. Hún virtist vera full,” segir einn viðstaddra í samtali við The New York Post.

Mikil partípía.
Blaðafulltrúi Töru segir þetta mikinn misskilning. Að leikkonan fái afslátt í versluninni þegar hún versli í Bretlandi og París en að hún hafi ekki æst sig að ráði þegar sú var ekki raunin í Los Angeles.

Verslar mikið í All Saints.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.