Lífið

Biðst afsökunar á Armageddon

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Gagnrýnendur hökkuðu Armageddon í sig á sínum tíma.
Gagnrýnendur hökkuðu Armageddon í sig á sínum tíma.
Kvikmyndaleikstjórinn Michael Bay baðst afsökunar á dögunum fyrir kvikmyndina Armageddon. Það gerði hann í viðtali við dagblaðið Miami Herald.

„Ég biðst afsökunar á Armageddon,“ sagði hann og sagðist hafa þurft að gera alla myndina á fjórum mánuðum. „Það var ekki sanngjarnt gagnvart myndinni og ég myndi endurgera allan lokakaflann ef ég gæti.“

Armageddon skartaði Bruce Willis, Ben Affleck og Liv Tyler í helstu hlutverkum og sló rækilega í gegn sumarið 1998. Gagnrýnendur voru ekki jafn hrifnir og hökkuðu myndina í sig. Sagði til dæmis gagnrýnandinn Roger Ebert að myndin væri „árás á augun, eyrun, heilann, almenna skynsemi og þörf mannsins til að skemmta sér“.

Í viðtalinu sagði Bay framleiðslufyrirtækið hafa hrifsað myndina af sér og að yfirbrellumeistarinn hafi fengið taugaáfall. „Þetta var hræðilegt, en myndinni gekk vel.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.