Lífið

Gefur skít í megrunarpillur

Söngkonan Jewel, sem er orðin 38 ára gömul, er í viðtali í nýjasta hefti tímaritsins Health. Hún segist líða vel í eigin skinni og tjáir sig um holdafar annarra frægra kvenna.

“Ég elska líkama J. Lo. Ég mun aldrei fá mjóa mittið hennar, magavöðvana eða rassinn en ég hef mina kosti. Ég elska líkama Beyonce líka. Þær eru heilbrigðar, fallegar konur,” segir Jewel. Hún er mjög sátt við útlit sitt eftir öll þessi ár í bransanum.

Sátt við sjálfa sig.
“Ég var þyngri þegar ég byrjaði í bransanum. Ég þurfti að fá átröskun, sem flestar stúlkur í kringum mig gerðu, eða bryðja megrunarpillur, sem flestar stjörnurnar í kringum mig gerðu. Eða ég gat komið mér í form á réttan hátt. Það viðhorf hjálpaði mér að bjarga heilsunni minni.”

Fílar J. Lo og Beyonce.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.