Lífið

Blendnar tilfinningar að hætta

Ellý Ármanns skrifar
Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson, eða Simmi og Jói, eru að hætta með útvarpsþáttinn sem þeir hafa stjórnað undanfarin fimm ár á laugardagsmorgnum á Bylgjunni.  Síðasti þáttur þeirra verður á kjördag, þann 27. apríl, en félagarnir lofa pólitískri bombu í síðasta þættinum.

,,Það má segja að það séu blendnar tilfinningar. Það verða viðbrigði um næstu helgi að vakna á laugardagsmorgni og vera ekki í útvarpinu.  Það verður án efa ákveðinn missir fyrir okkur að vera ekki í loftinu en um leið líka kærkominn stund með fjölskyldunni.  Við erum að mælast mjög vel og það er líka gott að stíga til hliðar á meðan allt gengur vel. Hætta á toppnum. Eigum við ekki að segja það bara," segir Simmi.

,,Hér er mynd af okkur frá árinu 1999 þegar við byrjuðum í útvarpi," segir Simmi þegar við skoðum fyrstu auglýsinguna þeirra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.