Innlent

Viltu vita meira um kræklinga?

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kræklingur
Kræklingur
Aðstæður til kræklingatínslu í Hvalfirði eru ágætar á þessum árstíma. Kræklingurinn er að byggja upp kynvef sinn og undirbúa sig fyrir hrygningu en aðalhrygningartíminn í Hvalfirði er frá júní til ágúst. Kjötfylling kræklingsins er jafnan orðin þokkaleg á þessum tíma,“ segir Halldór Pálmar Halldórsson,  forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum. Hann leiðir ásamt  Gísla Má Gíslasyni, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild, ferð á slóðir kræklingsins í Hvalfirði á morgun klukkan tíu.

Í ferðinni verður kræklingi safnað og fræðst um hann og verkun hans. Lagt verður af stað frá Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands klukkan 10 í fyrramálið. Hægt verður að sameinast þar í bíla. Gert er ráð fyrir að ferðin taki um það bil þrjár klukkustundir að akstrinum í Hvalfjörð meðtöldum. Mælt er með því að þátttakendur taki með sér stígvél og ílát fyrir krækling. Ferðin er farin í samvinnu við Ferðafélag barnanna.

Meira má lesa um kræklinga hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×