Innlent

Brotist inn í níu bíla í Reykjanesbæ

Brotist var inn í níu bifreiðar í Reykjanesbæ í vikunni. Úr einni var stolið þremur greiðslukortum og ökuskírteini, sjúkrakassa úr annarri og staðsetningartæki úr hinni þriðju, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Þá höfðu verið unnin minni háttar skemmdarverk á tveimur bílum til viðbótar með því að maka einhverju sem talið er vera andlitsfarði á mælaborð annarrar og sprauta meðali, sem geymt var í hinni bifreiðinni, út um hana alla.

Lögreglan á Suðurnesjum handtók einn einstakling vegna rannsóknar málsins og var honum sleppt að yfirheyrslum loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×