Lífið

Sjónvarpsstjarna eignast dóttur

Ellý Ármanns skrifar
Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir einn af umsjónarmönnum Íslands í dag á Stöð 2 eignaðist dóttur síðasta vetrardag.  Við höfðum samband við Teit Þorkelsson unnusta Sigríðar til að óska honum til hamingju með fyrsta barnið þeirra.

Sigríður með frumburð hennar og Teits. Við fengum leyfi til að birta þessa mynd af gullfallegu mæðgunum.
„Hún fæddist 24. á miðvikudaginn,“ svarar Teitur í sjöunda himni spurður hvenær stúlkan kom í heiminn.

Stoltur af konunni sinni

Hvað var stúlkan stór? „3096 grömm sem er um 13 merkur og 48 sentimetrar. Þetta er bara alveg stórkostlegt. Ég er svo stoltur af konunni minni. Hún er algjör snillingur,“ svarar nýbakaður faðirinn glaður.

Þakklát fyrir yndislegar ljósmæður

Teitur segir einlægur áður en kvatt er: „Eina sem ég myndi vilja bæta við er hvað við erum þakklát fyrir allar þessar yndislegu ljósmæður í eftirlitinu, á Hreiðrinu og fæðingardeildinni. Þær eru nýja uppáhalds starfsstéttin mín."

Sigríður Elva er einn af umsjónarmönnum Íslands í dag á Stöð 2.
Teitur og Sigríður á góðri stundu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.