Lífið

Linda Pé óákveðin - á von á símtali

Ellý Ármanns skrifar
„Enn er ég óákveðin, en hallast einna helst að tveimur flokkum. Annan þeirra hef ég ekki kosið áður. Hef rætt við karl föður minn og yngri bróður um pólitík í morgun, til að nálgast niðurstöðu fyrir mig sjálfa. Þeir eru mun ákveðnari í þessu en ég."

Það skiptir mig, atvinnurekandann, að sjálfsögðu miklu máli hvað gert verður fyrir fyrirtækin í landinu en ég er með um fjörtíu manns í vinnu. Svo er ákveðinn flokkur mjög duglegur að hringja í mig, og fékk ég meira að segja boð um að vera keyrt á kjörstað, eins og eitthvert gamalmenni! Nú skilst mér að formaður flokksins ætli að hringja í mig og beina mér á rétta braut. #topservice
 — í/á Bessastaðir," skrifar Linda Pétursdóttir fyrir tæpum hálftíma á Facebooksíðuna sína í dag nú þegar Íslendingar ganga til kosninga. 

Heyrst hefur að ónefndur formaður ætli að hringja persónulega í Lindu fyrir hádegið til að sannfæra hana um að kjósa réttan flokk. Hvaða formaður er ekki vitað. 







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.