Lífið

Fyrsta sýnishorn úr Prince Avalanche

Fyrsta sýnishorn úr myndinni Prince Avalanche var birt í gær, en myndin er endurgerð íslensku kvikmyndarinnar Á annan veg.

Prince Avalanche var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í janúar og er í leikstjórn David Gordon Green. Það eru þeir Paul Rudd og Emile Hirsch sem fara með aðalhlutverkin.

Myndin fer í almennar sýningar í Bandaríkjunum í sumar og að sögn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, leikstjóra frumgerðarinnar, er stefnt á frumsýningu hér á landi skömmu eftir það.

Þá er unnið að því að reyna að fá aðalleikarana, sem og leikstjórann, í heimsókn hingað til lands til að vera viðstaddir frumsýninguna.

Stikluna má sjá í spilaranum hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.