Lífið

Frægir á Facebook - "Dauðsé eftir að hafa ekki steypt mér í skuldir"

Ellý Ármanns skrifar
Það er fróðlegt og ekki síður skemmtilegt að lesa stöður fræga fólksins á samskiptasíðunni Facebook í dag. Við tókum saman nokkra statusa hjá þjóðþekktum Íslendingum svona rétt fyrir hádegið daginn eftir kosningar.

Björk Eiðsdóttir og Erla Hlynsdóttir sem dauðsér eftir að hafa ekki steypt sér í skuldir.
Björk Eiðsdóttir fyrrverandi ritstjóri Séð og heyrt

Ég sem var búin að hlakka svo til að kosningar væru afstaðnar og þið gætuð öll orðið skemmtileg aftur. Sýnist það ekki alveg vera að rætast. Disappointed. 

Erla Hlynsdóttir blaðamaður Fréttatímans 

Dauðsé eftir að hafa ekki steypt mér í skuldir.

Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins

Montstatus: Fyrsta hálfmaraþonið í höfn, á klukkutíma fjörutíu og einni, sem er nokkurn veginn eins og að var stefnt. Fjör og stemning í hlaupinu þótt veðrið væri frekar suddalegt og krakkagrísirnir fögnuðu pabba sínum í markinu.

Birgitta Jónsdóttir einn af oddvitum Píratanna

Kærar þakkir fyrir að deila herberginu á alþingi með mér undanfarin ár, fyrir alla sigrana stóra sem smáa og ykkar framlag til samfélagsins Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Þórður Björn Sigurðsson. Megi ykkur ganga allt í haginn:)

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur

Svört samtíð.

Illugi Jökulsson rithöfundur

Mest að hugsa um að ganga í stjórnmálaflokk. Einhver verður að gera eitthvað í þessu.




Skúli er ánægður með comeback Bjarna.
Skúli Mogensen athafnamaður 

Ánægður með flott comeback hja Bjarna Ben & Co! Svo er ekki hægt annað en að óska Framsókn til lukku og það verður gaman að sja öflugu tveggja flokka stjórn taka hér til hendinni!!

Bragi Valdimar Skúlason Baggalútsmeðlimur

Gullfiskurinn minn man ekki annað eins. 

Heiða Kristín er sátt.
Heiða Kristín Helgadóttir framkvæmdastjóri Besta flokksins 

Það var gaman að vera þingmaður Reykjavíkur Norður í nótt. Ég tók nokkrar skóflustungur og klippti á borða. Björt framtíð kemur út úr þessu sem sigurvegari - fór úr tveimur þingmönnum í sex frábæra þingmenn og Óttarr Proppé er einn af þeim! Hvað getur maður beðið um meira. Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar og kosningarnar sem gáfu mér svo margt.

Eygló Harðardóttir varaformaður Framsóknarflokksins

Gaman. Við eigum bæði yngsta og elsta þingmanninn.

Ásdís Olsen er skuldlaus og tekst á við nýtt upphaf.
Ásdís Olsen háskólakennari í lífsleikni og forsprakki Hamingjuhússins

Líður eins og veðrinu í dag, blendnar tilfinningar - var að afhenda húsið og kveðja uppáhálds nágrannana, sorg og léttir - er skuldlaus og húsnæðislaus, óöryggi og frelsi - endir og nýtt upphaf! 

Egill vaknaði með konunni sinni í morgun sem spurði hann hvort skuldirnar hefðu lækkað.
Egill Helgason sjónvarpsmaður RÚV

Frú Sigurveig vaknar, það fyrsta sem hún spyr: Er búið að lækka skuldirnar?

„Sumir þurfa að drulla yfir samlanda sína..." skrifar Logi meðal annars á Facebooksíðuna sína í dag.
Logi Bergmann Eiðsson sjónvarpsmaður Stöðvar 2

Kosningar eru stórkostlegt fyrirbæri Þá fær almenningur tækifæri til að ákveða hverjir eigi að fara með völdin. Allir fá að kjósa og hvert atkvæði hefur sama vægi. Þess vegna er svo merkilegt að sjá að sumir þurfa að drulla yfir samlanda sína hvað þeir eru vitlausir að hafa ekki kosið það sama og þeir gerðu. 


Þetta er fullorðið fólk sem opinberar svo stórkostlegan hroka og virðingarleysi fyrir skoðunum annarra. Og það skemmtilega við það er að þetta er oft fólkið sem gengur um bæinn og montar sig af því hvað það sé nú umburðarlynt.



Dragðu Tarotspil dagsins hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.