Innlent

Komin heim af sjúkrahúsi eftir hnífaárás

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atvikið varð í Hafnarfirði.
Atvikið varð í Hafnarfirði.
Níu ára gömul stelpa sem varð fyrir árás skammt frá Sundhöllinni í Hafnarfirði í gær var send heim af sjúkrahúsi í gær, samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.

Ungur karlmaður, sem hefur átt við veikindi að stríða, réðst að stelpunni og skar hana á háls. Maðurinn kastaði hnífnum frá sér eftir að hann réðst á stelpuna en lögreglan fann hann um kvöldið og var hann sendur á viðeigandi stofnun.

Par sem varð vitni að árásinni á litlu stelpuna hrópaði á manninn og það varð til þess að styggja hann þannig að hann hafði sig á brott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×