Lífið

Ástarsamband prinsins í molum

Ástarsamband Harrys Bretaprins og Cressidu Bonas er í molum að sögn vina prinsins. Ástæðan ku vera sú að Cressida sé ekki tilbúin í hjónaband.

Harry, 28 ára, vill festa ráð sitt og eignast fjölskyldu en Cressida, 24ra ára, vill einbeita sér að leiklistinni og er ekki tilbúin að ganga í það heilaga.

Knús í skíðabrekku.
“Henni finnst hún of ung í hjónaband sem er miður fyrir Harry. Henni finnst gaman að fara út að skemmta sér og er langt frá því að vera eiginkona einhvers, hvað þá konungleg eiginkona,” er haft eftir vini parsins á vef Daily Mail.

Cressida er ekki tilbúin í hjónaband.
Harry og Cressida byrjuðu saman síðasta sumar og var það frænka Harrys, Eugenie prinsessa, sem kynnti þau.

Harry vill festa ráð sitt.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.