Í matarboði með Tom Jones Ellý Ármanns skrifar 29. apríl 2013 11:30 Við höfðum samband við Grétu Karen Grétarsdóttur sem búsett er í Los Angeles eftir að við rákumst á símamynd af henni á Facebook með engum öðrum en Tom Jones. Hún gaf okkur leyfi til að birta myndina þegar við hringdum í hana og spurðum hvernig í ósköpunum stæði á því að hún væri að pósa með goðinu?Tom Jones og Gréta í góðu stuði í matarboði.Mætti of seint í matarboðið „Ég fór í matarboð með vinkonu minni, Nadíu, en hún þekkir til hans. Matarboðið var haldið í rosa flottu húsi í Beverly Hills. Þar var kokkur sem kom og eldaði fyrir fullt af fólki. Þetta var tónlistarfólk. Þar var til að mynda ein kona sem kom upp og söng en hún er konan sem samdi lagið „Man in the mirror" sem Michael Jackson söng. Ég mætti aðeins of seint þegar maturinn var búinn. Við fórum öll inn í herbergi þar sem var píanó og píanóleikari sem byrjaði að syngja fyrir okkur. Fólkið söng og svo var ég spurð: „Ætlar þú ekki að fara upp?"... og ég fór upp og byrja að syngja og við sungum fram eftir kvöldi,“ útskýrir Gréta einlæg. Sem sagt þú og Tom Jones - að syngja saman? „Já við sungum „kover lög“ og hann söng sín lög og þetta endaði með því að við sungum öll saman og síðan byrjum við að spjalla saman. Maðurinn sem vinnur fyrir Tom vildi síðan endilega fá númerið mitt og síðan daginn eftir fékk ég símtal frá manni sem var þarna sem spjallaði við mig heillengi og bauðst til að hjálpa mér,“ segir Gréta en hún leggur sig nú fram við að koma sér og tónlist sinni á framfæri.“Skrýtinn heimur sem venstHvernig erþessi Hollywoodheimur? „Hann er mjög skrýtinn. Það er mjög skrýtið að vera í matarboði með Tom Jones og rekast á Slash gítarleikarann í Guns and Roses allt í einu. En fyrir utan alla Rolls Royceana er þetta fólk alveg eins og ég og þú. Þetta er svolítið skrýtið en þetta venst.“ Ertu ein þarna að berjast – og hvernig gengur þér að koma þér á framfæri? „Ég er góð í að þekkja fólk og koma mér áleiðis. Hér er gott að vera með „social skills“ því rosa mikill partur af þessu er að þekkja rétta fólkið burtséð frá hæfileikunum. En þetta getur líka verið ofboðslega erfitt. Það koma erfiðir dagar sem ég hugsa: „Thats it... ég gefst upp!" en svo held ég bara áfram. Hvur veit hvað gerist í framtíðinni," segir þessi hæfileikaríka og lífsglaða stúlka.Gréta stundar tónlistarnám við Musicians Institute í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hún á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því hún er dóttir Grétars Örvarssonar og frænka Atla Örvarssonar tónskálds. Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
Við höfðum samband við Grétu Karen Grétarsdóttur sem búsett er í Los Angeles eftir að við rákumst á símamynd af henni á Facebook með engum öðrum en Tom Jones. Hún gaf okkur leyfi til að birta myndina þegar við hringdum í hana og spurðum hvernig í ósköpunum stæði á því að hún væri að pósa með goðinu?Tom Jones og Gréta í góðu stuði í matarboði.Mætti of seint í matarboðið „Ég fór í matarboð með vinkonu minni, Nadíu, en hún þekkir til hans. Matarboðið var haldið í rosa flottu húsi í Beverly Hills. Þar var kokkur sem kom og eldaði fyrir fullt af fólki. Þetta var tónlistarfólk. Þar var til að mynda ein kona sem kom upp og söng en hún er konan sem samdi lagið „Man in the mirror" sem Michael Jackson söng. Ég mætti aðeins of seint þegar maturinn var búinn. Við fórum öll inn í herbergi þar sem var píanó og píanóleikari sem byrjaði að syngja fyrir okkur. Fólkið söng og svo var ég spurð: „Ætlar þú ekki að fara upp?"... og ég fór upp og byrja að syngja og við sungum fram eftir kvöldi,“ útskýrir Gréta einlæg. Sem sagt þú og Tom Jones - að syngja saman? „Já við sungum „kover lög“ og hann söng sín lög og þetta endaði með því að við sungum öll saman og síðan byrjum við að spjalla saman. Maðurinn sem vinnur fyrir Tom vildi síðan endilega fá númerið mitt og síðan daginn eftir fékk ég símtal frá manni sem var þarna sem spjallaði við mig heillengi og bauðst til að hjálpa mér,“ segir Gréta en hún leggur sig nú fram við að koma sér og tónlist sinni á framfæri.“Skrýtinn heimur sem venstHvernig erþessi Hollywoodheimur? „Hann er mjög skrýtinn. Það er mjög skrýtið að vera í matarboði með Tom Jones og rekast á Slash gítarleikarann í Guns and Roses allt í einu. En fyrir utan alla Rolls Royceana er þetta fólk alveg eins og ég og þú. Þetta er svolítið skrýtið en þetta venst.“ Ertu ein þarna að berjast – og hvernig gengur þér að koma þér á framfæri? „Ég er góð í að þekkja fólk og koma mér áleiðis. Hér er gott að vera með „social skills“ því rosa mikill partur af þessu er að þekkja rétta fólkið burtséð frá hæfileikunum. En þetta getur líka verið ofboðslega erfitt. Það koma erfiðir dagar sem ég hugsa: „Thats it... ég gefst upp!" en svo held ég bara áfram. Hvur veit hvað gerist í framtíðinni," segir þessi hæfileikaríka og lífsglaða stúlka.Gréta stundar tónlistarnám við Musicians Institute í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hún á ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana því hún er dóttir Grétars Örvarssonar og frænka Atla Örvarssonar tónskálds.
Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira