Lífið

Gillz: Ekki til hommafóbía í okkur félögunum



Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og félagar ætla á næstu dögum að sækja í annað sinn um styrk til Kvikmyndasjóðs Íslands. Ætlunin er að framleiða íslenska kvikmynd sem byggð er á söguþræðinum sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði eða svokölluðum trailer sem þeir gerðu ásamt einvala liði.

Við spurðum Egil hvernig honum líkaði að leika á móti Auðunni í senunni sem sést í myndskeiðinu.

Leið vel í tökum upp í rúmi

„Það var mjög gaman að gera þennan trailer. Það var síður en svo vandræðalegt eða óþægilegt að taka upp kynlífsatriðið með Auðunni Blöndal. Það er ekki til hommafóbía í okkur félögunum þannig okkur leið mjög vel saman þarna nöktum upp í rúmi," segir Egill eða Gillz öllu heldur.

 
Skjáskot af Facebookstatus Egils.
Kominn tími á íslenska Die Hard

„Þessi trailer er frábær og myndin verður líklega besta íslenska bíómynd sem gerð hefur verið. Hannes Þór Halldórsson er ótrúlegur leikstjóri og Elli Cassata er kraftaverkamaður með myndavélina. Það er fyrir löngu kominn tími á íslenska „action mynd" í anda Die Hard, Lethal Weapon og Tango&Cash," segir Egill.

„Sérðu tár? Hvað meinar þú? Ég er með gleraugu."
Leynilöggan fæddist upphaflega í þætti Audda og Sveppa á Stöð 2 þegar þeir félagar kepptust um hvor gæti gert betra sýnishorn fyrir ímyndaða kvikmynd.

Þeir létu almenning dæma á milli og fór kosningin fram hér á Vísi. Auddi og félagar unnu keppnina örugglega með mikinn meirihluta atkvæða.

Hér má sjá framlag Sveppa, Chroma Key.

Fjölmargir þekktir leikarar komu fram í stiklunni.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.


Tengdar fréttir

Vikulöng trailer-keppni milli Audda og Sveppa á Vísi

Félagarnir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson voru með metnaðarfullan þátt af Audda & Sveppa á Stöð 2 í kvöld þar sem þemað var kvikmyndir. Hápunktar þáttarins voru án efa frumsýning tveggja sýnishorna úr ímynduðum kvikmyndum. Sveppi gerði sýnishorn úr margslungnum sálfræðitrylli, Chroma Key, og Auddi bauð upp á harðsoðinn spennutrylli, Leynilögga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.