Lífið

Þau eru par – staðfest!

Mikið hefur verið slúðrað um að leikarinn Johnny Depp sé byrjaður með leikkonunni Amber Heard og nýjar myndir af parinu staðfesta að einhver rómantík er í spilinu.

Johnny og Amber fóru saman á tónleika með Rolling Stones í Los Angeles um helgina og sáust leiðast baksviðs á næturklúbbnum Echoplex.

Leiðast í mannhafinu.
Talsverður aldursmunur er á turtildúfunum en Johnny er 49 ára og Amber 27 ára.

Johnny og Amber léku saman í myndinni The Rum Diaries.
Johnny skildi við hina frönsku Vanessu Paradis í fyrra eftir fjórtán ára samband en þau eiga tvö börn saman.

Johnny og Vanessa hættu saman í fyrra.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.