Innlent

Engar viðræður í kvöld

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru leiðtogar stærstu stjórnmálaflokkanna á Alþingi.
Þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru leiðtogar stærstu stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Mynd/ Vilhelm.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hafa ekki komið saman í kvöld til þess að funda um stjórnarmyndun, eftir því sem Vísir kemst næst.

Bjarni Benediktsson sagði að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í morgun að hann ætti von á því að stjórnarmyndunarviðræður gætu hafist í dag. Sigmundur Davíð sagði aftur á móti að boltinn væri hjá forsetanum sem veitir stjórnarmyndunarumboð, samkvæmt stjórnarskrá.

Í 22 ár hafa stjórnarmyndunarviðræður gengið mjög auðveldlega fyrir sig og hafa formenn þeirra flokka sem hafa talið forsendu fyrir myndun stjórnar rætt saman án atbeina forseta Íslands. Forseti hefur sem sagt veitt stjórnarmyndunarumboð þegar ljóst varð að forsenda væri fyrir stjórnarmyndun tveggja flokka.

Staðan er óljósari núna. Það helgast ekki síst af því að tveir flokkar hlutu mestan þingmannafjölda, nítján þingmenn hvor. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði en Framsóknarflokkurinn bætti mestu við sig. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×