Innlent

Fjölgar í flota WOW Air

Flugfélagið WOW air er að taka í notkun tvær nýlegar Airbus farþegaþotur, sem leysa eldri þotur af hólmi.

Sú fyrri er þegar komin í notkun, en sú síðari kemur í fyrsta sinn til landsins í dag.

Tvær aðrar samskonar þotur munu bætast í flota félagsins þegar líður á vorið.

Þá gekk Icelandair Group í gær frá kaupum á tveimur Boeing 757 þotum, sem félagið hefur haft á leigu undanfarið og notað í leiguverkefni.

Í janúar keypti félagið tvær notaðar vélar af þessari gerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×