Innlent

Stórviðburður í Laugardalshöll - Jeff Dunham væntanlegur til landsins

Einn vinsælasti grínisti veraldar, Jeff Dunham, stígur á stokk í Laugardalshöllinni 20. september næstkomandi.

Grínistinn notar brúður í uppistandi sínu. Þar má finna persónur á borð við Bubba J., Jose Jalapeño og Achmed the Dead Terrorist. Dunham hefur getið gott orð fyrir að snúa út úr staðaltýpum.

Hann er sá listamaður sem hagnaðist mest innan gríniðnaðarins árin 2009 og 2010, en upp hefur selst á hverja stórsýninguna á fætur annarri í þremur heimsálfum síðustu ár og dugar þá ekkert minna en tónleikahallir sem venjulega hýsa heimsins stærstu rokkstjörnur.

Samkvæmt upplýsingum frá Senu er stefnt að því að fá þekkta íslenska grínista til að hita fyrir Dunham.

Sýningin á Íslandi er hluti af heimstúrnum „Disorderly Conduct“ sem útleggst á íslensku: „Óspektir á almannafæri.“

Hægt er að sjá myndband frá uppistandi Dunhams hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×