Lífið

Forðast spurningar um ástarmálin

Íslandsvinurinn Tom Cruise ferðast nú um heiminn og kynnir nýjustu mynd sína Oblivion sem tekin var upp á Íslandi.

Tímaritið PEOPLE fékk viðtal við kappann en þegar hann var spurður út í ástarmálin kom fát á okkar mann.

Í hlutverki sínu í Oblivion.
“Núna hugsa ég bara um Oblivion,” segir Tom en hann skildi við leikkonuna Katie Holmes á síðasta ári eins og frægt er orðið. Tom var hins vegar hæstánægður þegar hann var spurður út í það hvernig hann héldi sér í formi.

Hress á frumsýningu.
“Lykillinn er enginn svefn, einbeiting og að vinna eins og skepna. Það skemmir ekki fyrir að fá að vinna við það sem maður elskar.”

Með Katie á meðan allt lék í lyndi.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.