Lífið

Thatcher var mjög jákvæð og hlý

Ellý Ármanns skrifar
Andrés Pétur Rúnarsson ferðaþjónustubóndi setti mynd af sér með Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands sem lést á dögunum, 87 ára að aldri, á Facebooksíðuna sína. Við höfðum samband við Andrés og spurðum hvernig það kom til að hann hitti sjálfa Margaret Thatcher og hvernig viðmót hennar var?

Margaret hældi Andrési sérstaklega fyrir klæðaburðinn.
Myndin tekin á ráðstefnu í London



"Á árunum 1996 til 1997 var ég framkvæmdastjóri Europian Young Conservatives (EYC) sem eru regnhlífasamtök ungra íhaldsmanna í Evrópu með um 400 þúsund meðlimum," útskýrir Andrés og heldur áfram:

"Ég hitti Thatcher í tvígang á þessum árum ásamt mörgum öðrum forystumönnum íhaldsmanna í Evrópu. Þegar þessi mynd var tekin af okkur þá vorum við á ráðstefnu í London sem EYC hélt um frelsi í Evrópu."

Mjög jákvæð og hlý

Hvernig virkaðiMargaret á þig? "Thatcher var mjög jákvæð og hlý, sem kom á óvart þar sem um sjálfa járnfrúna var að ræða. Ég fékk þann heiður að afhenda henni íslenskan hraunmola sem ég náði mér i rétt við Bláa Lónið og lét setja hann á marmaraplötu. Þetta var gjöf frá EYC til hennar."

Kallaði sérstaklega eftir Andrési

"Hún kallaði svo aftur í mig seinna um kvöldið og hældi mér mikið fyrir íslenska þjóðbúninginn sem ég klæddist á þessu kvöldi, en ég held að ég geti fullyrt að allir aðrir karlmenn klæddust smóking þetta kvöld.  Myndin var tekin af einhverjum breskum ljósmyndara," segir Andrés.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.