10 ráð til að hreinsa líkamann 12. apríl 2013 10:30 Á heimasíðu Júlíu, www.lifdutilfulls.is má finna meiri fróðleik. Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi og næringar- og lífsstílsráðgjafi hjá Lifðu til fulls, hjálpar konum við að komast yfir orkuleysi og ringulreið í fæðuvali svo þær geti öðlast jafnvægi í lífsstíl sínum og verið sáttar í eigin skinni. Hún segir alla geta breytt um lífsstíl strax í dag! Þegar umframeitur situr eftir í líkamanum bregst hann við með ójafnvægi sem birtist okkur sem höfuðverkur, þreyta, liðaverkir, hægðatregða, uppþemba og fleira. Þegar umframeitur situr eftir í líkamanum bregst hann við með ójafnvægi sem birtist okkur sem höfuðverkur, þreyta, liðaverkir, hægðatregða, uppþemba og fleira. "Að styðja við afeitrun líkamans er góð leið til þess að endurræsa brennsluna og taka fyrsta skrefið að heilbrigðum lífsstíl," segir Júlía. Hún bendir þó á að hreinsanir geti verið af margvíslegum toga og misjafnt hvað hentar hverjum. "Hafa ber í huga þegar velja á hreinsun að ef kvöl og pína þarf að eiga sér stað er sú hreinsun líklega ekki sú rétta fyrir þig og fyrir suma nær líkaminn ekki að eyða eiturefnunum úr líkamanum ef ráðist er gegn þeim á of skömmum tíma. Þannig geta eiturefnin farið út í blóðrásina í staðinn og verið jafnvel skaðlegri en áður." Júlía segir að með því að styðja rétt við líkamann og auka gæði fæðunnar sem borðuð er sé hægt að auka hreinsunarferli líkamans verulega! "Þú getur meira að segja byrjað strax í dag!" 10 heilsuráð Júlíu 1. Drekktu meira af vatni yfir daginn og reyndu að fara upp í 2 lítra á dag.2. Byrjaðu morgnana með bolla af heitu vatni með kreistri sítrónusneið. Heitt vatn með sítrónu hjálpar líkamanum að losa sig við eiturefni ásamt því að bæta meltingu og auka þyngdartap vegna pectin-trefja og basískra eiginleika sítrónunnar.3. Taktu acidophilus(probiotic) daglega. Acidophilus bætir jákvæða bakteríuflóru líkamans og hjálpar meltingu þinni að starfa á sem ákjósanlegastan hátt og þannig flytja úrgang hraðar út.4. Forðastu unnin matvæli og borðaðu þess í stað fæðu sem er heilnæm og náttúruleg sem gefur þér orku og lífsþrótt og hjálpar til að hreinsa líkamann.5. Hægðu á þér á meðan þú borðar og tyggðu vandlega. Einbeittu þér að bragði og samsetningu máltíðarinnar og forðastu rafrænar truflanir eins og frá síma, tölvupósti eða sjónvarpi á meðan á máltíð stendur. Þú ert líklegri til þess að skynja hvenær þú ert södd/saddur þegar þú ert ekki að gera tíu aðra hluti á sama tíma.6. Fylltu líkamann af andoxunarefnum. Hér kemur ofurfæðan vel inn, ef þú þekkir lítið til hennar getur þú fundið upplýsingar á netinu og auðveldlega bætt henni inn í mataræði þitt.7. Geymdu áfengi fyrir sérstök tilefni þar sem það getur virkað sem algjört eitur fyrir líkamann. Það er ástæða fyrir því að þér líður verr daginn eftir!8. Vertu viss um að þú fáir nægan svefn svo líkami þinn geti endurnýjað sig að innan sem utan.9. Hreyfðu þig meira yfir daginn. Farðu út að ganga, gerðu jógaæfingar, farðu að lyfta eða hvað sem fær þig til þess að svitna. Komdu blóðflæðinu af stað og eiturefnunum út!10. Taktu eftir einu sem þú ert þakklát/ur fyrir áður en þú ferð að sofa á hverju kvöldi. Að beina huganum að því jákvæða í lífi þínu er frábær leið til þess að ljúka deginum! Ég kýs að notast við heilfæðu þegar ég hreinsa, því það er sú eina hreinsun sem ég hef persónulega náð að halda út og nýt ég þess að leiða heilfæðuhreinsanir reglulega með mínum kúnnum. Mest lesið Fegin að hafa valið flottasta kjólinn fyrir óvænta trúlofun Tíska og hönnun Bakið er hætt að hefna sín Lífið samstarf Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Máni er kominn í úrslit Lífið samstarf „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi og næringar- og lífsstílsráðgjafi hjá Lifðu til fulls, hjálpar konum við að komast yfir orkuleysi og ringulreið í fæðuvali svo þær geti öðlast jafnvægi í lífsstíl sínum og verið sáttar í eigin skinni. Hún segir alla geta breytt um lífsstíl strax í dag! Þegar umframeitur situr eftir í líkamanum bregst hann við með ójafnvægi sem birtist okkur sem höfuðverkur, þreyta, liðaverkir, hægðatregða, uppþemba og fleira. Þegar umframeitur situr eftir í líkamanum bregst hann við með ójafnvægi sem birtist okkur sem höfuðverkur, þreyta, liðaverkir, hægðatregða, uppþemba og fleira. "Að styðja við afeitrun líkamans er góð leið til þess að endurræsa brennsluna og taka fyrsta skrefið að heilbrigðum lífsstíl," segir Júlía. Hún bendir þó á að hreinsanir geti verið af margvíslegum toga og misjafnt hvað hentar hverjum. "Hafa ber í huga þegar velja á hreinsun að ef kvöl og pína þarf að eiga sér stað er sú hreinsun líklega ekki sú rétta fyrir þig og fyrir suma nær líkaminn ekki að eyða eiturefnunum úr líkamanum ef ráðist er gegn þeim á of skömmum tíma. Þannig geta eiturefnin farið út í blóðrásina í staðinn og verið jafnvel skaðlegri en áður." Júlía segir að með því að styðja rétt við líkamann og auka gæði fæðunnar sem borðuð er sé hægt að auka hreinsunarferli líkamans verulega! "Þú getur meira að segja byrjað strax í dag!" 10 heilsuráð Júlíu 1. Drekktu meira af vatni yfir daginn og reyndu að fara upp í 2 lítra á dag.2. Byrjaðu morgnana með bolla af heitu vatni með kreistri sítrónusneið. Heitt vatn með sítrónu hjálpar líkamanum að losa sig við eiturefni ásamt því að bæta meltingu og auka þyngdartap vegna pectin-trefja og basískra eiginleika sítrónunnar.3. Taktu acidophilus(probiotic) daglega. Acidophilus bætir jákvæða bakteríuflóru líkamans og hjálpar meltingu þinni að starfa á sem ákjósanlegastan hátt og þannig flytja úrgang hraðar út.4. Forðastu unnin matvæli og borðaðu þess í stað fæðu sem er heilnæm og náttúruleg sem gefur þér orku og lífsþrótt og hjálpar til að hreinsa líkamann.5. Hægðu á þér á meðan þú borðar og tyggðu vandlega. Einbeittu þér að bragði og samsetningu máltíðarinnar og forðastu rafrænar truflanir eins og frá síma, tölvupósti eða sjónvarpi á meðan á máltíð stendur. Þú ert líklegri til þess að skynja hvenær þú ert södd/saddur þegar þú ert ekki að gera tíu aðra hluti á sama tíma.6. Fylltu líkamann af andoxunarefnum. Hér kemur ofurfæðan vel inn, ef þú þekkir lítið til hennar getur þú fundið upplýsingar á netinu og auðveldlega bætt henni inn í mataræði þitt.7. Geymdu áfengi fyrir sérstök tilefni þar sem það getur virkað sem algjört eitur fyrir líkamann. Það er ástæða fyrir því að þér líður verr daginn eftir!8. Vertu viss um að þú fáir nægan svefn svo líkami þinn geti endurnýjað sig að innan sem utan.9. Hreyfðu þig meira yfir daginn. Farðu út að ganga, gerðu jógaæfingar, farðu að lyfta eða hvað sem fær þig til þess að svitna. Komdu blóðflæðinu af stað og eiturefnunum út!10. Taktu eftir einu sem þú ert þakklát/ur fyrir áður en þú ferð að sofa á hverju kvöldi. Að beina huganum að því jákvæða í lífi þínu er frábær leið til þess að ljúka deginum! Ég kýs að notast við heilfæðu þegar ég hreinsa, því það er sú eina hreinsun sem ég hef persónulega náð að halda út og nýt ég þess að leiða heilfæðuhreinsanir reglulega með mínum kúnnum.
Mest lesið Fegin að hafa valið flottasta kjólinn fyrir óvænta trúlofun Tíska og hönnun Bakið er hætt að hefna sín Lífið samstarf Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Máni er kominn í úrslit Lífið samstarf „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira