Lífið

Skilin eftir tuttugu ára hjónaband

Leikkonan Jane Seymour er skilin við eiginmann sinn til tuttugu ára, leikstjórann og leikarann James Keach.

“Jane Seymour og James Keach staðfesta að þau eru skilin að borði og sæng og þau hafa verið það í marga mánuði. Þau eru nú að semja um lögskilnaðinn. Þau munu halda áfram að vera góðir foreldrar barna sinna sem og viðskiptafélagar,” segir í tilkynningu frá talskonu þeirra.

Ástin dó.
Saman eiga þau tvíburasynina John og Kristopher sem eru sautján ára. Jane á einnig tvö eldri börn – Katherine, 31 árs og Sean, 26 ára, úr fyrra hjónabandi sínu með David Flynn.

Jane er hvað þekktust fyrir að leika Dr. Quinn.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.