Lífið

Hitti "Ozzy Osbourne" í Cannes

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Myndin sem Baumgartner birti af sér með Ozzy. Eða var það Gene?
Myndin sem Baumgartner birti af sér með Ozzy. Eða var það Gene?
Austurríski ofurhuginn Felix Baumgartner, sem vakti athygli heimsbyggðarinnar á dögunum þegar hann rauf hljóðmúrinn í frjálsu falli úr 39 kílómetra hæð, vakti bæði kátínu (og mögulega reiði) þungarokkara í vikunni þegar hann birti mynd af sér á Facebook með við hlið heimsþekktrar rokkstjörnu á sjónvarpsráðstefnu í Cannes.

Undir myndinni stóð „Vitið þið hvern ég hitti í Cannes? Ozzy Osbourne! Hrikalega svalur gaur og ég elska tónlistina hans. Rokk og ról!“

Færslan hefði í sjálfu sér ekki verið í frásögur færandi nema vegna þess að maðurinn á myndinni var ekki rokksöngvarinn Ozzy Osbourne, heldur Gene Simmons, bassaleikari Kiss.

Aðdáendur ofurhugans hófu strax að gera grín að honum fyrir mistökin og einn hafði orð á því að sennilega hefði Baumgartner „gleymt heilanum í himingeimnum“.

Daginn eftir skrifaði Baumgartner um færsluna og sagði hana verið grín. Máli sínu til stuðnings benti hann á eldri færslu sem fjallaði um fyrirhugaða ráðstefnu, en í fyrirsögn hennar kom einmitt fram að meðal gesta á ráðstefnunni væru þeir Felix Baumgartner og Gene Simmons.

„Til hamingju öll þið sem föttuðuð brandarann,“ skrifaði Baumgartner, og kvittaði undir „Felix og Gene“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.