Lífið

Gleymdi hún buxunum heima?

Fyrirsætan Eva Marcille bauð upp á ansi athyglisvert dress þegar hún mætti á viðburð á vegum MTV-kvikmyndaverðlaunanna í Los Angeles um helgina.

Eva, sem var sigurvegari í þriðju seríu af raunveruleikaþættinum America’s Next Top Model, klæddist afar efnislitlum buxum, sem minntu helst á nærbuxur. Yfir þær var hún síðan í gagnsærri skyrtu þannig að brjóstahaldari hennar var til sýnis.

Undarleg samsetning.
Síðan hún sigraði í America’s Next Top Model árið 2006 hefur hún komið talsvert fram í sjónvarpi og landaði meðal annars hlutverki í The Young and the Restless á árunum 2008 til 2009.

Eva er flott fyrirsæta - það má hún eiga.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.