Lífið

Hanna Rún vann enn eitt dansmótið - með sérstakt brúnkukrem

Dansarinn Hanna Rún Óladóttir, 22 ára, og rússneski kærasti hennar og dansfélagi, Nikita Bazev, 25 ára, sigruðu enn eina danskeppnina, TC Rot- Weiss Leipzig e.V., í gærkvöldi. Um var að ræða þýska danskeppni þar sem þekktum danspörum víða um heim var eingöngu boðið að taka þátt.

Við höfðum samband við Hönnu Rún til að óska henni til hamingju, forvitnast um verðlaunin og þessa miklu brúnku sem einkennir keppendur í þessari íþrótt.

"WINNERS!!!!!!...... Ég og Nikita Sigruðum mótið sem var haldið í Þýskalandi !:D wohoooo.... Ein feeersk mynd beint eftir verðlaunarafhendinguna♥ " skrifaði Hanna Rún við myndina á Facebook síðuna sína í gær.
Valin uppáhalds par áhorfenda

"Við fengum 300 evrur, fallegan blómvönd og konfektkassa. Við vorum einnig valin uppáhalds parið hjá áhorfendum en þetta er boðskeppni og þvi aðeins pör sem fá boð fá að keppa," segir Hanna Rún ánægð með sigurinn spurð um verðlaunin og keppnina.

Hanna Rún gaf okkur leyfi til að birta þessa símamynd sem hún tók í gær áður en hún græjaði sig fyrir keppnina sem hún pakkaði saman með Nikita sínum.
Notar sérstakt dansbrúnkukrem 

Nú ertu þeldökk í þessum keppnum. Er þetta standard húðlitur á keppendum? "Já, lýsingin er svo rosalega mikil fyrir sjónvarp og annað. Ég nota sérstakt dansbrúnkukrem. Það eru allir keppendur með brúnkukrem í keppnum," útskýrir Hanna Rún.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.

"Ready í slaginn," skrifaði Hanna Rún við þessa mynd sem hún tók af sér og Nikita rétt fyrir keppni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.