Lífið

Járnmaðurinn fluttur vegna Járnfrúarinnar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Járnfrúin og Járnmaðurinn fá hvort sinn daginn.
Járnfrúin og Járnmaðurinn fá hvort sinn daginn.
Frumsýningu Iron Man 3, þriðju myndarinnar í seríunni um Járnmanninn, hefur verið frestað um einn dag í Bretlandi.

Upphaflegur frumsýningardagur hennar var 17. apríl, næstkomandi miðvikudagur, en ákveðið var að flytja frumsýninguna um einn dag vegna jarðarfarar Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Hún var uppnefnd Járnfrúin af fjölmiðlum og breskum almenningi þar sem hún þótti einkar hörð í horn að taka.

Gert er ráð fyrir miklu öngþveiti í Lundúnum vegna jarðarfararinnar, og fer því frumsýning Járnmannsins fram þann 18. apríl í Odeon-kvikmyndahúsinu á Leicester-torgi. Munu helstu stjörnur myndarinnar vera viðstaddar frumsýninguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.