Lífið

Tæp 60 milljón áhorf á tveimur dögum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Suður-kóreski popparinn PSY hefur loksins sent frá sér nýtt smáskífulag. Nefnist það Gentleman og er fyrsta smáskífan síðan lagið Gangnam Style sló í gegn í fyrra.

Myndband Gangnam Style er mest spilaða myndband vefsíðunnar Youtube frá upphafi, en áhorfstalan er rúmlega einn og hálfur milljarður. Það var því ljóst að mikil pressa væri á listamanninum að fylgja laginu eftir, og því tók hann sér góðan tíma í verkið.

Myndbandið við Gentleman hefur verið spilað um 60 milljón sinnum síðan það var birt í fyrradag, og verður það að teljast nokkuð góður árangur. Netverjar eru þó ekki á eitt sáttir um gæði lagsins, en lesendur Vísis geta horft á myndbandið með því að smella á spilarann hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.