Sáralitlar breytingar á launamun kynjanna undanfarin ár Hjörtur Hjartarson skrifar 16. apríl 2013 18:45 Karlmenn eru að meðaltali með ríflega 80 þúsund krónum meira í laun en konur. Þetta kemur fram í nýrri könnun Hagstofunnar sem birt var í dag. Þar kemur einnig fram að kvenstjórnendur eru með um 220 þúsund krónur lægri laun en karlar í stjórnunarstöðum. Sáralitlar breytingar hafa orðið á launamun kynjanna undanfarin ár. Laun tæplega 30 þúsund manns á almennum vinnumarkaði fyrir árið 2012 voru til skoðunar hjá Hagstofunni. Um er að ræða regluleg laun sem eru fyrir umsaminn vinnutíma á mánuði en ná ekki til yfirvinnu né frammistöðutengdra greiðslna. Ef við rýnum í tölurnar sem birtar voru í dag kemur í ljós að í öllum starfsstéttum eru konur með lægri laun en karlar. Hjá verkafólki munar að jafnaði 49 þúsund krónum á launum karla og kvenna, munurinn: 14,6%. Á meðal iðnaðarmanna er munurinn 36 þúsund krónur eða 10 prósent. Munurinn fer aftur upp þegar við skoðum laun afgreiðslufólks. Munurinn þar á launum kynjanna er 20,6 prósent. Og áfram höldum við. Hjá skrifstofufólki er munurinn 17,2 prósent. Hjá sérfræðingum er munurinn í krónum talið 95 þúsund krónur tæplega 16 prósent. Mestur er munurinn á meðal stjórnenda sem jafnframt er launahæsti flokkurinn eða 27,2 prósent. Sé allt tekið saman er launamunur kynjanna, 22,6 prósent sem er svipað og undanfarin ár en töluverð aukning frá 2009 þegar munurinn var 17,7 prósent. Margrét Sanders, framkvæmdarstjóri Deloitte á Íslandi hefur lengi látið til sín taka í baráttunni fyrir bættum hlut kvenna á vinnumarkaðnum. „Mér finnst þetta sorgleg könnun. Erum við enn einu sinni, árið 2013, að ræða launamun kynjanna? Við hjá Deloitte tókum þá ákvörðun að útrýma launamun kynjanna - það var gert á einni nóttu árið 1999,“ segir hún. Margrét er orðin þreytt á síendurteknum fréttum af sama málinu. Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Karlmenn eru að meðaltali með ríflega 80 þúsund krónum meira í laun en konur. Þetta kemur fram í nýrri könnun Hagstofunnar sem birt var í dag. Þar kemur einnig fram að kvenstjórnendur eru með um 220 þúsund krónur lægri laun en karlar í stjórnunarstöðum. Sáralitlar breytingar hafa orðið á launamun kynjanna undanfarin ár. Laun tæplega 30 þúsund manns á almennum vinnumarkaði fyrir árið 2012 voru til skoðunar hjá Hagstofunni. Um er að ræða regluleg laun sem eru fyrir umsaminn vinnutíma á mánuði en ná ekki til yfirvinnu né frammistöðutengdra greiðslna. Ef við rýnum í tölurnar sem birtar voru í dag kemur í ljós að í öllum starfsstéttum eru konur með lægri laun en karlar. Hjá verkafólki munar að jafnaði 49 þúsund krónum á launum karla og kvenna, munurinn: 14,6%. Á meðal iðnaðarmanna er munurinn 36 þúsund krónur eða 10 prósent. Munurinn fer aftur upp þegar við skoðum laun afgreiðslufólks. Munurinn þar á launum kynjanna er 20,6 prósent. Og áfram höldum við. Hjá skrifstofufólki er munurinn 17,2 prósent. Hjá sérfræðingum er munurinn í krónum talið 95 þúsund krónur tæplega 16 prósent. Mestur er munurinn á meðal stjórnenda sem jafnframt er launahæsti flokkurinn eða 27,2 prósent. Sé allt tekið saman er launamunur kynjanna, 22,6 prósent sem er svipað og undanfarin ár en töluverð aukning frá 2009 þegar munurinn var 17,7 prósent. Margrét Sanders, framkvæmdarstjóri Deloitte á Íslandi hefur lengi látið til sín taka í baráttunni fyrir bættum hlut kvenna á vinnumarkaðnum. „Mér finnst þetta sorgleg könnun. Erum við enn einu sinni, árið 2013, að ræða launamun kynjanna? Við hjá Deloitte tókum þá ákvörðun að útrýma launamun kynjanna - það var gert á einni nóttu árið 1999,“ segir hún. Margrét er orðin þreytt á síendurteknum fréttum af sama málinu.
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira