Lífið

Megið vera væmin og deila þessu í von um að hún finnist

Ellý Ármanns skrifar
Guðrún Marta Anderson ljósmyndari sem býr í Svíþjóð var stödd í Kringlunni síðustu helgi þar sem hún týndi kanínu sem Isabella dóttir hennar hefur átt frá fæðingu. Guðrún ákvað að setja mynd af týndu kanínunni og Isabellu á Facebook í von um að finna kanínuna með eftirfarandi skilaboðum:

"Æj afsakið mig, ég ætla að gerast væmin og nýta mér fb kæru vinir. Þessi kanína týndist í Kringlunni s.l. laugardag. Hún fylgdi dóttur minni heim frá fæðingardeildinni og hún hefur sofið með hana síðan þá. Ég hef myndað hana mánaðarlega með kanínuna. Er miður mín yfir þessu en vill trúa því að við fáum hana í hendurnar aftur. Megið vera væmin með mér og deila þessu í von um að hún finnist:)."



Facebook-vinir Guðrúnar sendu myndina áfram ásamt skilaboðunum um týndu kanínuna og viti menn það var maður sem gaf sig fram við Guðrúnu í dag og lét hana vita af fundinum.

Hafði þá einhver samband við þig sem sá myndina þína á Facebook? 

"Já, Kristján B.Heiðarsson var í Zöru að leita að skóm dóttur sinnar og fann þá kanínuna. Hann fór með hana í afgreiðsluna í Zöru og þar bíður hún eftir að systir mín sæki hana þar sem ég er stödd úti á landi eins og er.  Hann hafði samband við mig hérna á Facebook. Ég er ekki vön að setja svona á Facebook opið fyrir öllum og fannst þetta svolítið kjánalegt en það borgaði sig og það er gott að vita af svona góðu og hjálpfúsu fólki," segir Guðrún ánægð með fundinn.

Bloggið hennar Guðrúnar

Mynd/Guðrún Marta Anderson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.