Innlent

Charlie Sheen farinn af landi brott

Leikarinn ásamt eiginkonu sinni á Reykjavíkurflugvelli í morgun.
Leikarinn ásamt eiginkonu sinni á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Mynd/Twittersíða Sheen
Charlie Sheen tjáði aðdáendum sínum á Twitter í morgun að hann væri farinn af landi brott. Þakkaði hann meðal annars Íslendingum fyrir „ódauðlega gestrisni".

Charlie kom hingað til lands um helgina og fór meðal annars í Bláa Lónið, líkt og kom fram á Vísi í gær. Hann kom hingað á einkaþotu og var eiginkona hans með honum í för og nokkrir vinir.

Charlie Sheen er bróðir leikarans Emilio Estevez og sonur Martins Sheen. Hann hefur átt velgengni að fagna á kvikmyndaferlinum, en undanfarin ár hefur hann verið þekktastur fyrir sukklíferni sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×