Innlent

Sinueldur í Gufuneskirkjugarði

Eldurinn í Gufuneskirkjugarði
Eldurinn í Gufuneskirkjugarði Mynd/Margrét Björg
Slökkviliðsmenn berjast nú við sinueld í Gufuneskirkjugarði. Að sögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins er ein stöð á staðnum og telur sig ráða við eldinn. Töluvert mikill reykur berst frá kirkjugarðinum og hefur slökkviliðið fengið margar tilkynningar frá íbúum á svæðinu.

Viðbót klukkan 20:30

Slökkvistarf gekk vel og það tók einungis um 30-45 mínútur, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Nokkur hundruð fermetrar brunnu en eldurinn var norðarlega í garðinum. Bruninn var bæði innan og utan girðingar. Slökkviliðið segir að engin leiði hafi brunnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×