Innlent

Gaf upp rangt nafn

Ökumaður, sem lögregla stöðvaði í Kópavogi vegna fíkniefnaaksturs upp úr miðnætti, reyndi að villa á sér heimildir og undirritaði skýrslu með röngu nafni.

Þegar hið rétta kom í ljós, reyndist hann vera réttindalaus fyrir að hafa áður ekið undir áhrifum fíkniefna.

Fyrr í gærkvöldi var annar tekinn úr umferð vegna fíkniefnaakstur í Reykjavík og var bíllinn auk þess ótryggður og voru númerin klippt af honum. Og svo voru tveir teknir úr umferð fyrir fíkniefnaakstur á Akureyri í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×