Innlent

Í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað unglingi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fimmtíu og tveggja ára gamall karlmaður, Ómar Traustason, hefur verið dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa nauðgað pilti þegar hann var 15 ára, árið 2001. Málið var kært þann 16. nóvember 2010. Afbrotamaðurinn var fjölskylduvinur brotaþola þegar hann braut gegn honum á heimili þess fyrrnefnda. Brotaþoli sakar manninn einnig um að hafa beitt sig ofbeldi þegar hann var á aldrinum 5-6 ára, en þau brot voru fyrnd og því ekki ákært vegna þeirra.

Maðurinn hafði áður verið dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börn, en það var árið 1994.

Hinn ákærði neitaði sök í málinu en framburður brotaþola þótti trúverðugur og var byggt á honum í dómnum sem og framburði geðlækna og sálfræðings sem báru vitni. Auk fangelsisdómsins var maðurinn dæmdur til að greiða þolanda tvær milljónir í skaðabætur.

Ómar býr í Danmörku um þessar mundir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×