Innlent

Veiking krónunnar að fullu gengin til baka

Gengisþróun krónu á 1. fjórðungi yfirstandandi árs sker sig verulega úr ef hún er borin saman við sama tímabil síðustu ár. Krónan styrktist um 6,6% frá áramótum til loka mars í ár. Í fyrra veiktist krónan hins vegar um 5,7% á sama tímabili. Árið 2011 nam veiking krónu 3,6%, segir í Morgunkorni Íslandsbanka

Greining segir að krónan sé nú á svipuðum slóðum og um miðjan september síðastliðinn, og sé því gengisveikingin sem varð á síðasta fjórðungi ársins 2012 að fullu gengin til baka. Skýringar á ólíkri þróun krónu nú miðað við síðustu ár liggi að mati Greiningar í aðgerðum Seðlabankans, betra jafnvægi á þjónustuviðskiptum yfir vetrartímann og líklega einnig á tilfærslu árstíðarsveiflunnar sem einkennt hafi krónuna síðustu árin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×