Lífið

Lady Gaga gengur á ný

Poppdrottningin Lady Gaga gaf aðdáendum sínum von um að hún gæti snúið aftur á sviðið innan skamms þegar hún fékk sér smá göngutúr um New York í vikunni.

Lafðin þurfti að aflýsa röð tónleika í lok febrúar til að gangast undir mjaðmaraðgerð og hefur ferðast um á glæsilegum hjólastólum síðustu vikur. Nú virðist hún vera á batavegi þó hún hafi þurft að hvíla fæturnar í stólnum í lok göngutúrsins.

Í venjulegum skóm - óvenjuleg sjón.
Söngkonan varð 27 ára í lok mars og fagnaði á veitingastaðnum Spiaggia í Chicago með kærasta sínum Taylor Kinney en sagan segir að þau ætli að gifta sig í sumar.

Smá hvíld í hjólastólnum frá Louis Vuitton.
Brúðkaup í sumar?
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.